Sjötti landsfundur Kvennalista var haldinn á Lýsuhóli 4.-6. nóvember 1988. Um 70 konur mættu á fundinn. Þetta var fyrsti landsfundurinn sem var haldinn utan höfuðborgarsvæðisins. Eftir þetta voru þeir haldnir utan Reykjavíkur.

Á fundinum voru fluttar skýrslur framkvæmdaráðs og þingflokks sem og skýrslur frá einstökum kjördæmum. Helsta umræðuefni fundarins var hugmyndafræði og efnahagsmál. Í stjórnarmyndunarviðræðum þá um haustið, undir forystu Steingríms Hermannssonar, var Kvennalistinn inn í myndinni um tíma. Konur á fundinum sem tjáðu sig um málið voru sammála um að rétt hafi verið að taka ekki þátt í ríkisstjórn að þessu sinni.

Sjá nánar ályktun landsfundar og önnur gögn hér að neðan.

 

Myndir frá landsfundi á Lýsuhóli 1988

 

Skjöl frá landsfundi á Lýsuhóli (PDF)

 

Ræður á landsfundi á Lýsuhóli 1988 (PDF)

 

Fréttir úr fjölmiðlum frá landsfundi á Lýsuhóli (PDF)