Landsfundur 1983

Árlega voru haldnir landsfundir að hausti og vorþing að vori. Endanleg ákvörðun í málefnum Kvennalista er í höndum landsfunda. Fyrsti landsfundur Kvennalista var haldinn 29.-30. október 1983 á Hótel Loftleiðum. Á dagskrá fundarins voru fluttar skýrslur fulltrúa frá hverju kjördæmi og bakhópa um einstaka málaflokka. Einnig voru kynnt drög að nýjum lögum og stefnuyfirlýsingu.

Í stefnuyfirlýsingu landsfundarins er efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar mótmælt og afleiðingum þeirra fyrir konur. Einnig var mótmælt frekari stóriðju, skerðingu námslána og stefnu í húsnæðismálum. Fjallað var um friðar- og mannréttindabaráttu, hernaðarhyggju og hernaðarbandalög.

 

Landsfundur 1984

Annar landsfundur Kvennalista var haldinn á Hótel Loftleiðum í byrjun nóvember 1984. Yfir 70 konur mættu á fundinn. Á dagskránni voru meðal annars kynnt nefndarstörf og bakhópar gerðu grein fyrir störfum sínum. Einnig var umræða um kvennapólitík og hugmyndafræði.

Í stefnuyfirlýsingu frá landsfundinum er meðal annars fjallað um atvinnumál, efnahagsmál, málefni fatlaðra, skólamál, launamál kvenna og stóriðju, en henni var hafnað út frá umhverfisverndarsjónarmiðum. Einnig var hvatt til aukinna rannsókna og lagt til að landið verði lýst kjarnorkulaust.

 

Myndir frá landsfundi 1983

 

Landsfundur á Hótel Loftleiðum 1983 - Skjöl frá landsfundi (PDF)

 

Landsfundur á Hótel Loftleiðum 1984 - Skjöl frá landsfundi (PDF)