Af hversdagslífinu á Víkinni.

Það var óvenjurólegt þennan dag á Víkinni. Við Fanney sem vann fyrir Kvennaframboðið og ég sem vann fyrir Kvennalistann vorum einar í salnum þegar karlmaður birtist í gættinni. Það gerðist ekki á hverjum degi svo við löguðum aðeins á okkur hárið og réttum úr okkur í sætunum áður en við heilsuðum. Hann var hinn vandræðalegasti og virtist ekki alveg viss um hvar hann væri. Við buðum góðan dag og hann ræskti sig og spurði hvort þetta væri þetta Kvennahús. Við útskýrðum kurteislega að hann væri í Kvennahúsinu Vík. Hann tók þá á sig rögg og virtist létt, gekk að mér með bréfabunka í hendinni og sagði að hann þyrfti að fá þetta vélritað fyrir sig.

Guðrún Jónsdóttir yngri

0