Árið 1988 flutti Kvennalistinn á Laugaveg 17.

Vera fékk þar einnig aðstöðu. Húsið var mun minna en Hótel Vík en það kom ekki að sök. Mörg af þeim samtökum kvenna sem höfðu haft aðstöðu á Víkinni voru farin. Má þar nefna Samtök kvenna á vinnumarkaði, Friðarhreyfing íslenskra kvenna, stofnuð 1983, Kvennaráðgjöf og Kvennahópur Samtakanna ´78 Íslensk lesbíska.

Kvennalistinn hafði aðstöðu á Laugavegi næstu 10 árin.  Eins og á Vikinni voru reglulega haldnir fundir, laugardagskaffi með fyrirlestrum og aðrar uppákomur.

 

Myndir frá Laugavegi 17

 

Skjöl (PDF)