Vefurinn kvennalistinn.is er samfélagslegt verkefni sem hefur það að markmiði að styðja konur um allan heim í stjórnmálum og til áhrifa í samfélögum í því skyni að stuðla að því að sjónarmið og reynsla kvenna verði stefnumótandi afl við þróun þeirra. Kvennaframboðin voru einstök á heimsvísu og nutu gífurlegrar athygli og virðingar. Mikið var fjallað um þau í heimspressunni og kvennalistakonum var boðið að halda fyrirlestra víða um heim til að kynna „hina íslensku aðferð.“ Kvennaframboð og Kvennalisti eru einu kvennahreyfingarnar í heiminum, svo vitað sé, sem hafa fengið kjörna fulltrúa bæði á þing og í sveitastjórnir.

Framboðin komu með nýjar pólitískar áherslur, breyttu orðræðunni, styrktu sjálfsmynd kvenna og fjölguðu konum á Alþingi og í sveitarstjórnum. Þegar Kvennaframboð (1982-1986) bauð fram í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík tvöfaldaðist fjöldi kvenna í borgarstjórn og þegar Kvennalisti (1983-1999) bauð fram til Alþingis 1983, þrefaldaðist fjöldi kvenna á Alþingi.

Hvað var Kvennalistinn og hvaða áhrif hafði hann á samfélagið? (Af Vísindavefnum)

 

Hátíðin var haldin í Veröld hinn 13. mars 2022. Sjálft afmælið var hinn 31. janúar en vegna covid varð að fresta því. Salurinn í Veröld var troðfullur og margir þurftu að standa eða sitja í tröppunum.

Skoðið myndir og lesið ræður!

 

Vert að minnast

Friðarfundur kvenna

Í ágúst 1983 gengu konur frá New York til Washington. Tvær Kvennalistakonur voru með í för. Þær María Jóhanna Lárusdóttir, varaþingkona Kvennalistans og Guðrún Agnarsdóttir nýkjörin þingkona Kvennalista.

Örsaga úr kosningabaráttunni

Ert þú orðinn þreyttur á okkur konunum. Við sem erum rétt að byrja að tala.

Grillveisla 2019

Kvennalistalistagrillið 2019 var haldið á heimili Brynhildi Flovenz í Kópavogi. Að vanda var góð mæting, mikið spjallað og hlegið. Rifjaðir voru upp hinir ýmsu sigrar Kvennaframboðs og Kvennalista og aðrar gamlar og góðar minningar.

 

Aðgerðasinnar

Háu vöruverði mótmælt

Frysting launa

Fegurðadrottningar

Kvennalistarútan

 

Kvennalistinn var öðruvísi

Útskipti

Kvennaframboð og Kvennalisti notuðu svo kallaða útskiptareglu til að dreifa valdi og ábyrgð. Hún fól í sér kerfisbundin útskipti á Alþingi, í sveitastjórnum, nefndum og ráðum.

Árangur

Mikill árangur náðist í baráttumálum kvenna á þeim 17 árum (1982-1999) sem Kvennaframboð og Kvennalisti áttu sæti í sveitarstjórnum og á þingi.

Hvers vegna?

Efnahagsleg hagsæld eftir seinna stríð, aukin starfsmenntun kvenna og getnaðarvarnapillan olli því að konur streymdu út á vinnumarkaðinn.