Helgina 25.-26. maí 1991 var haldið vorþing í Skálholti. Um 60 - 70 konur sóttu þingið alls staðar af á landinu. Alþingiskosningar voru nýafstaðnar og úrslitin ollu vonbrigðum, einungis þrjár þingkonur voru kjörnar. Þemu vorþingsins voru tvö: Hvar stöndum við? Hvert stefnum við? og Hvar verðum við árið 2020?

Guðný Guðbjörnsdóttir flutti erindi undir yfirskriftinni „Hvar stöndum við?“

Sigrún Helgadóttir og Sigrún Jóhannesdóttir fluttu framsögur undir yfirskriftinni „Hvar stöndum við árið 2020?“

Anna Ólafsdóttir Björnsson ræddi stöðu og framtíð Kvennalista í stjórnarandstöðu.

Málmfríður Sigurðardóttir flutti erindi undir yfirskriftinni „Kosningaúrslitin, mat á stöðunni, vinnubrögð og valddreifing“ Salóme B. Guðmundsdóttir fjallaði um kosningabaráttuna og Guðrún Halldórsdóttir um Evrópubandalagið.

Guðrún Agnarsdóttir talaði um sjálfsmynd kvenna og þörfina fyrir samstöðu allra kvenna.

Lokaorðið hafði Helga Sigurjónsdóttir undir yfirskriftinni. „Veganesti“

Sjá ræður, dagskrá og önnur skjöl frá þinginu.

 

Myndir frá vorþingi i Skálholti 1991

 

Skjöl frá vorþingi 1991 (PDF)

 

Ræður og erindi (PDF)