Þrettándi landsfundur Kvennalista var haldinn á Nesjavöllum hinn 10.-12. nóvember 1995.

Hátt í 60 konur úr öllum kjördæmum voru mættar á fundinn.Umræða um kvennapólitík fékk mikið rými. Einnig var umræða um hvort breyta ætti eðli Kvennalistans. Fimm kostir voru til umræðu:

  1. Óbreytt stefna og vinna að því að efla Kvennalistann.
  2. Kvennalistinn hætti að bjóða fram en starfi áfram sem stjórnmálahreyfing.
  3. Opna Kvennalistann fyrir körlum og gefa þeim kost á að sitja á listum.
  4. Taka upp samstarf við önnur stjórnmálaöfl eða sameinast öðrum flokkum.
  5. Leggja Kvennalistann niður og veita konum pólitískt frelsi.

Niðurstaðan var sú að efla Kvennalistann og snúa vörn í sókn.

Mikil umræða var um kjarabaráttu kvenna, útskipti á þingi og fleira.

Sjá nánar ályktanir, ræður og önnur gögn frá fundinum hér að neðan.

 

Skjöl frá landsfundi að Nesjavöllum 1995 (PDF)

 

Ræður og greinar frá landsfundi að Nesjavöllum 1995 (PDF)

 

Fréttir úr fjölmiðlum frá landsfundi að Nesjavöllum 1995 (PDF)