Helgina 11.-13. júní 1993 var haldið vorþing að Núpi í Dýrafirði.

Yfir 50 konur mættu á þingið frá öllu landinu. Á föstudagskvöldinu var ekið út á Ingjaldssand þar sem konur nutu kvöldsólarinnar. Á laugardagsmorgni var farið í Núpskirkju og minnst tveggja látinna kvennalistakvenna, þeirra Magdalenu Schram og Sigríðar J. Ragnars.

Anna Kristín Ólafsdóttir var með framsögu um alþjóðamál og Sigríður Lillý Baldursdóttir leiddi umræðu um innri mál Kvennalistans. Anna Ólafsdóttir Björnsson var með framsögu um atvinnu- og sjávarútvegsmál og Ásgerður Pálsdóttir var með hugleiðingar um sameiningu sveitarfélaga. Í umræðunni kom fram ríkur vilji til að fara í ríkisstjórn eins og sjá má í fréttum úr fjölmiðlum.

Sjá nánar ræður, dagskrá og önnur gögn.

 

Myndir frá vorþingi að Núpi í Dýrafirði 1993

 

Skjöl frá vorþingi 1993 (PDF)

 

Fjölmiðlafréttir frá Núpi í Dýrafirði 1993 (PDF)

 

Ræður (PDF)