Árleg Kvennalistagrill frá árinu 2000

Reglulega hafa Kvennalistakonur haldið upp á afmæli Kvennalistans, oftast á Hótel Borg.

Frá árinu 2000 hafa þær einnig hist árlega í kringum 19. júní. Þá opnar einhver Kvennalistakona  heimili sitt, býður upp á salöt og annað meðlæti en hver og ein kemur með eitthvað á grillið.

Þetta hafa verið vel sótt og skemmtileg boð, mikið hlegið, spjallað og rökrætt. Þau hafa orðið til þess að hnýta enn frekar þau sterku vinatengsl sem eru á milli Kvennalistakvenna. Þó að leiðir hafi skilið við og við í gegnum tíðina vegna pólitísks ágreinings hefur væntumþykjan og vináttan alltaf reynst það sterk að þær ná alltaf saman aftur og njóta samverunnar.

 
Kvennalistagrill á heimili Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Nesvegi

previous arrowprevious arrow
next arrownext arrow

Slider