Hugsaðu með hjartanu

Guðrún Ögmundsdóttir hefði orðið 70 ára í dag 19. október. Minnumst Gunnu sem hvatti okkur til að fylgja hjartanu, þora að njóta lífsins, gefa hamingjunni tækifæri og henda sektarkenndinni á haugana. Allir sem kynntust henni urðu ríkari.

 

 

Lesa meira

Guðrún Ólafsdóttir

Mannkostakonan Guðrún Ólafsdóttir, kvennalistakona er fallin frá. Það var styrkur og gæfa Kvennaframboðsins, þegar því var ýtt úr vör í árslok 1981, hversu breiður og fjölbreyttur hópur kvenna lagði því lið. Þarna komu saman konur á öllum aldri úr ýmsum áttum. Flestar með litla reynslu af pólitísku starfi en allar með sömu brennandi þörfina til að láta um sig muna í baráttunni fyrir bættum hag kvenna. Guðrún var einn af stofnendunum og í nóvember 1981 var hún kosin í kynningarnefnd ...

Lesa meira

Gunnusjóður

Eftir fráfall Guðrúnar Ögmundsdóttur ákváðu Kvennalistakonur að stofna reikning til styrktar góðu málefni í minningu Gunnu eins og hún var jafnan kölluð. Margir lögðu hönd á plóg og létu fé af hendi rakna í sjóðinn.

Ákveðið var að styrkja Ljósið sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Innan Ljóssins hefur verið stofnaður sérstakur reikningur fyrir Gunnusjóð, ætlaður þeim sem ekki eru aflögufærir til að nýta sér þá þjónustu sem Ljósið býður upp á þeim ...

Lesa meira

Guðrún Ögmundsdóttir

Guðrún Ögmundsdóttir hefur kvatt þennan heim og gengið á vit ljóssins. Hún var einstök manneskja,  ótrúlega læs á fólk og hafði einstætt innsæi á mannlegt eðli. Alltaf reiðubúin að styðja og styrkja og örlát á ráð og reynslu.  Guðrún var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom og snillingur í að skapa góða stemmningu.

Kvennalistinn var svo lánsamur að fá að njóta krafta hennar. Gunna Ö. var öflugur liðsmaður og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum  Hún var varaborgarfulltrúi í borgarstjórn fyrir Kvennalistann ...

Lesa meira
Frá stofnfundi kvennahóps Samtakanna ´78 Íslensk-lesbíska sem haldinn var á Hótel Vík árið 1985.

Stofnfundur Íslensk-lesbíska haldinn á Hótel Vík 1985

Myndin er tekin á stofnfundi kvennahóps Samtakanna ´78 Íslensk-lesbíska sem haldinn var á Hótel Vík árið 1985.

Það var alltaf mikið líf og fjör á Hótel Vík árin sem Kvennaframboð og Kvennalisti leigðu húsið. Kvennahópur Samtakanna ´78, Íslensk-lesbíska, sótti um skrifstofu þar í mars 1985. Lesbíur höfðu ekki fundið sína fjöl innan Samtakanna 78 og vildu verða hluti af kvennahreyfingunni. Tilgangurinn var að styrkja sjálfsmynd lesbía, efla femíníska vitund og gera þær sýnilegri og meira gildandi innan kvennahreyfingarinnar.

Það tók sinn tíma ...

Lesa meira

Kvennalisti stofnaður fyrir 35 árum

Hinn 13. mars 1983 var stofnfundur Kvennalista haldinn á Hótel Esju. Mikil vinna hafði verið lögð í að undirbúa fundinn. Yfir 100 konur mættu og fögnuðu þessum áfanga. Unnið var í hópum og stofnfélagarnir gerðu drög að stefnuskrá í helsu baráttumálum Kvennalista.
Lesa meira
Page 1 of 2 12