Stærsti sigur Kvennalista voru kosningaúrslitin í Alþingiskosningum 1987. Hann bauð fram í öllum kjördæmum og fylgið tvöfaldaðist. Kvennalistinn fékk 10% atkvæða á landsvísu og sex konur á þing.

Í Reykjavík fékk listinn 14% atkvæða og þrjár konur á þing, Guðrúnu Agnarsdóttur, Kristínu Einarsdóttur og Þórhildi Þorleifsdóttur, í Reykjanesi 9.1% og eina þingkonu, Kristínu Halldórsdóttur. Á Norðurlandi eystra fékk listinn 6,4% og eina þingkonu, Málmfríði Sigurðardóttur. Á Vesturlandi rúm 10% og eina þingkonu Danfríði Skarphéðinsdóttur.

Fyrir tíma Kvennalista, sem var stofnaður 1983, var hlutfall kvenna á Alþingi 5% en eftir kosningarnar 1987 var það orðið 21%. Þingkonur voru orðnar 13 en höfðu verið þrjár.

Margir litu svo á að Kvennalisti væri sigurvegari kosninganna þó að Borgaraflokkurinn hafi fengið fleiri atkvæði og sjö þingmenn kjörna. Í fyrsta skipti frá stríðslokum jók nýtt pólitískt afl kosningastyrk sinn þegar það bauð fram í annað sinn.

Þingkonur Kvennalista  létu mikið til sín taka. Á kjörtímabilinu lögðu þær fram 34 fyrirspurnir, 12 frumvörp og 12 þingsályktunartillögur.

 
Þingkonur og varaþingkonur 1987-1991
 
Kosningaúrslit 1987