Kvennalistinn bauð fram í öllum kjördæmum árið 1995. Hann fékk 4,9% atkvæða á landsvísu og þrjár þingkonur kjörnar. Árið 1983 fékk hann einnig þrjár þingkonur og 5,5% atkvæða, 1987 sex þingkonur og 10,1% atkvæða, árið 1991 fimm þingkonur og 8,3% atkvæða.

Í Reykjavík fékk listinn 7% atkvæða og tvær konur á þing, Kristínu Ástgeirsdóttur og Guðnýju Guðbjörnsdóttur. Í Reykjanesi 4,2% og eina þingkonu, Kristínu Halldórsdóttur.

Kvennalistinn var að bjóða fram í fjórða og síðasta skipti til Alþingis. Fyrir tíma Kvennalista var hlutfall kvenna 5% á Alþingi. Þegar hann hætti var hlutfallið orðið 25%. Þingkonur höfðu verið 3 og voru orðnar 16 eftir að Kvennalisti bauð fram í síðasta skipti árið 1995.

Þó að kosningaúrslitin hafi valdið vonbrigðum má segja að stóri sigurinn sé þessi mikla fjölgun kvenna á Alþingi.

Atburðarásin þetta kjörtímabil átti eftir að verða örlagarík. Á landsfundi á Úlfljótsvatni 1987 var samþykkt „að Kvennalistinn taki þátt í viðræðum um sameiginlegan málefnagrundvöll Kvennalista, Jafnaðarmanna, Alþýðubandalags og annarra hópa vegna alþingiskosninganna 1999“ Samþykktin leiddi til þess að fjöldi kvenna sagði sig úr Kvennalistanum.

Á landsfundi í Reykholti árið eftir lýsti fundurinn „yfir ánægju sinni með drög að málefnagrundvelli samfylkingar Samtaka um Kvennalista, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks.“ Jafnframt samþykkti landsfundurinn „að taka þátt í sameiginlegu framboði þessara afla að þeim skilyrðum uppfylltum að fulltrúum Kvennalistans verði tryggt eitt af þremur efstu sætum í öllum kjördæmum.“ Sjá nánar skjöl frá landsfundunum.

 
Þingkonur og varaþingkonur 1995-1999
 
Skoðanakannanir 1995
 
Ræður og greinar þingkvenna og fyrrum þingkvenna á kjörtímabilinu. Fleiri munu birtast síðar (PDF)
 
Fagnað á veitingastaðnum við Tjörnina

Vorið 1999 lauk sögu þingflokks Kvennalista eftir 16 ára árangursríka tilvist. Þau ár sem hann starfaði höfðu 29 konur tekið sæti á Alþingi fyrir hönd listans.

Hinn 31. maí sama ár voru öll gögn þingflokksins afhent Kvennasögusafninu. Eftir afhendinguna var farið niður í Iðnó þar sem rifjaður var upp liðinn tími og áttu Kvennalistakonur skemmtilega stund saman. Myndirnar eru teknar við það tækifæri.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, Guðrún Agnarsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir
Danfríður Skarphéðinsdóttir, Sigrún Helgadóttir, Ingibjörg Hafstað og Málmfríður Sigurðardóttir7
Kristín Halldórsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Sigríður Lillý Baldursdóttir
Guðrún Halldórsd, Málmfríður Sigurðardóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir og Anna Ólafsdóttir Björnsson
Guðrún Agnardsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóna Valgerður Bjarnadóttir
Jóna Valgerður Kristjánsdótir, Kristín Halldórsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir
Guðrún Halldórsdóttir, Málmfríður Sigurðardóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir og Anna Ólafsdóttir Björnsson
Málmfríður Sigurðardóttir
Guðrún Halldórsdóttir og Málmfríður Sigurðardóttir
Kristín Halldórsdóttir. Að baki hennar eru Jóna Valgerður og Kristín Ástgeirsdóttir
Kristín Einarsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Björnsson og Danfríður Skarphéðinsdóttir
previous arrowprevious arrow
next arrownext arrow