1987, 1988 og 1989

Helgina 27.-28. júní 1987 var vorþing haldið í Þórisdal. Þingið var haldið eftir stærsta kosningasigur Kvennalistans í Alþingiskosningum. Hann bauð fram í öllum kjördæmum og fylgið tvöfaldaðist. Kvennalistinn fékk 10% atkvæða á landsvísu og sex konur á þing.

Meðal annars flutti Kristín Karlsdóttir frá Austurlandi erindið „Hvar stöndum við nú? Hvað viljum við?

Árin 1988 og 1989 voru vorþingin haldin í Skálholti.  Árið 1988 var þingið haldið fyrstu helgina í júní og mættu yfir 40 konur á þingið og árið 1989 var þingið haldið helgina 2.-4. júní og mættu yfir 50 konur.

Á vorþinginu 1989 var litið um öxl til liðins vetrar. Þórhildur Þorleifsdóttir flutti erindi og velti upp spurningunni „Madama, kerling, fröken, frú, veistu hvert þú stefnir nú?“ Umræða fór fram um hvernig staðið yrði að fulltrúaskiptum í þingflokknum, lögð voru fram drög að fundasyrpu um landið í lok júní og ákveðið að halda ráðstefnu um sveitarstjórnarmál með tilliti til sveitarstjórnarkosninga að ári.  Hluti þingsins var sérstaklega helgaður atvinnumálum kvenna.

Á laugardagskvöldinu hélt séra Hanna María Pétursdóttir erindi um kvennaguðfræði. Sjá nánar ræðu og gögn frá þinginu.

 

Skjöl (PDF)