Ein af mörgum ráðstefnum sem Kvennalisti stóð fyrir var ráðstefnan Kvenna-Búðir sem var haldin 2.-4. september 1983. Ráðstefnan var öllum opin og markmiðið að konur hittist, sjáist og kynnist. Kristín Ástgeirsdóttir flutti erindi um Kvennabaráttu í Evrópu, Þórunn Friðriksdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir um Kynmótun og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir flutti erindið Staða kvenna í heiminum- Konur í mannfræðinni.

 

Skjöl frá ráðstefnunni (PDF)