Ein af mörgum ráðstefnum sem Kvennalisti stóð fyrir var ráðstefnan Kvenna-Búðir sem var haldin 2.-4. september 1983. Ráðstefnan var öllum opin og markmiðið að konur hittist, sjáist og kynnist. Kristín Ástgeirsdóttir flutti erindið Kvennabarátta 13 ár, Þórunn Friðriksdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir um Kynmótun og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir flutti erindið Staða kvenna í heiminum- Konur í mannfræðinni.

 

Skjöl frá ráðstefnunni (PDF)

 

Myndir