Tíundi landsfundur Kvennalista var haldinn á Laugarvatni 30. okt.-1. nóv. 1992. Fundinn sóttu um 80 konur úr öllum kjördæmum.

Á laugardagskvöldinu var opnuð umræða um EES sem hélt áfram daginn eftir. Skiptar skoðanir voru um afstöðuna til EES og EB og urðu heitar umræður um málið. Í ályktun landsfundarins var áréttuð fyrri stefna Kvennalistans um að Ísland standi utan Evrópska efnahagssvæðisins og Evrópubandalagsins. Jafnframt er í ályktuninni lagt til að bera aðildina að EES undir þjóðaratkvæði.

Ítarlegar ályktanir voru um atvinnumál, sjávarútvegsmál, ríkisfjármál, öryggismál og fleira.

Sjá nánar hér að neðan ályktanir, ræður og önnur gögn frá landsfundinum.

 

Ljósmyndir frá landsfundi á Laugarvatni 1992

 

Skjöl frá landsfundi á Laugarvatni 1992 (PDF)

 

Ræður á landsfundi að Laugarvatni 1992 (PDF)

 

Fréttir úr fjölmiðlum frá landsfundi á Laugarvatni (PDF)