Helgina 22.-24. júní 1990 var haldið vorþing í Garðalundi Garðabæ. Um 90 þátttakendur sátu þingið úr öllum kjördæmum.

Mikið var rætt um nýliðnar sveitarstjórnarkosningar og hugsanlegar ástæður þess að Kvennalistinn fékk minna fylgi en vonir stóðu til. Sigurborg Daðadóttir, Ella Kristín Karlsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðbjörg Emilsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Kristín Halldórsdóttir voru með  framsögur.

Undir liðnum Kvennalistinn, hugmyndir, áherslur og aðferðir voru Hansína Einarsdóttir, Elín Stephensen og Kristín Ástgeirsdóttir með framsögu. Í lok laugardagsins voru María Jóhanna Lárusdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Kristín Jónsdóttir með hugstorm um efni dagsins. Á sunnudeginum ræddi Danfríður Skarphéðinsdóttir um framtíðina.

Sjá nánar ræður og önnur gögn frá þinginu.

 

Myndir frá vorþingi i Garðalundi í Garðabæ 1990

 

Skjöl frá vorþingi 1990 (PDF)

 

Ræður og erindi (PDF)