Gunnusjóður

Eftir fráfall Guðrúnar Ögmundsdóttur ákváðu Kvennalistakonur að stofna reikning til styrktar góðu málefni í minningu Gunnu eins og hún var jafnan kölluð. Margir lögðu hönd á plóg og létu fé af hendi rakna í sjóðinn.

Ákveðið var að styrkja Ljósið sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Innan Ljóssins hefur verið stofnaður sérstakur reikningur fyrir Gunnusjóð, ætlaður þeim sem ekki eru aflögufærir til að nýta sér þá þjónustu sem Ljósið býður upp á þeim að kostnaðarlausu. Er það vel við hæfi og í anda Gunnu. Afhending Gunnusjóðs, um 670 þús. kr., fór fram hinn 20. janúar.

Lesa um sjóðinn á vef Ljóssins.

0