Frá stofnfundi Kvennaframboðs eru liðiin 37 ár. Kvennaframboðskonur vildu breyta hugarfari og gildismati og koma fleiri konum til valda. Kvennaframboð og Kvennalisti náðu frábærum árangri
Lesa meiraBorgarafundur um kvennaframboð
Ævintýrið hófst fyrir 37 árum þegar 12 konur ákváðu að boða til borgarafundar á Hótel Borg um hugsanlegt framboð kvenna.
Lesa meiraKvennalisti stofnaður fyrir 35 árum
Háu vöruverði mótmælt
Hinn 8. mars 1984 tóku hundruð þátt í mótmælum, sem Kvennalistinn stóð fyrir, gegn háu vöruverði á tímum óðaverðbólgu. Lausnarorð forsætisráðherra var að þjóðin borði oftar grjónagraut.
Lesa meira
Stofnfundur Kvennaframboðs
Fyrir 36 árum tóku konur saman höndum og stofnuðu Kvennaframboð, framboð sem átti eftir að hafa mikil pólitísk og samfélagsleg áhrif. Stofnfundurinn var hinn 31. janúar 1982 á Hótel Borg. Fleiri hundruð sóttu fundinn og fögnuðu væntanlegu framboði kvenna þá um vorið.
Lesa meiraViðtal við Guðrúnu Jónsdóttur
birtist í Fréttablaðinu, við baráttukonuna Guðrúnu Jónsdóttur sem sat í borgarstjórn fyrir Kvennaframboð 1982-1986. Í viðtalinu segir hún meðal annars frá reynslu sinni í borgarstjórn, yfirgangi og kvenfyrirlitningu Davíðs Oddssonar og kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir.
Lesa meiraHinn 14. nóvember 2017 voru 36 ár liðin frá fundi um hugsanlegt Kvennaframboð
Sumarið 1981 funduðu 50-70 konur reglulega um þá hugmynd að stofna Kvennaframboð vegna óásættanlegrar stöðu kvenna. Launamunur kynjanna var mikill og lítil áhersla á velferðarmál. Leik- og grunnskólakerfið miðaðist við að konur væru heimavinnandi húsmæður, skóladagur stuttur og sundurslitinn, skólar tví- og þrísetnir og engar skólamáltíðir. Konur voru lítt sýnilegar í stjórnmálum. Þær voru 6% kjörinna fulltrúa í sveitastjórnum, þrjár konur sátu á Alþingi og engin kona í ríkisstjórn. Valdaleysi kvenna var algjört.
Innan hópsins kom fljótlega í ljós hugmyndafræðilegur ágreiningur. ...
Lesa meiraMinningarorð um Sigrúnu Sigurðardóttur f. 18. jan. 1938, d. 14. nóv. 2017
Nú er skarð fyrir skildi, góða vinkona okkar, Sigrún, er fallin frá. Sigrún var virkur þátttakandi bæði í Kvennaframboðinu og í Kvennalistanum frá upphafi, skipaði sæti á framboðslistum beggja og veitti þar drjúgt liðsinni. Hæglát, yfirveguð, með hlýja og ljúfa nærveru, góða kímnigáfu. Var ávallt reiðubúin að taka þátt, leggja hönd á plóg, vera með, styðja. Lét aldrei sitt eftir liggja. Hafði ákveðnar skoðanir, fylgdi þeim eftir af festu og samkvæmt eigin gildismati. Sigrún var hávaxin og glæsileg kona, fallega ...
Lesa meira