Kvennalistinn bauð fram í þremur kjördæmum árið 1983, Reykjavík, Reykjanesi og á Norðurlandi eystra. Kennalistinn fékk 5,5% atkvæða á landsvísu og þrjár þingkonur kjörnar, Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur og Guðrúnu Agnarsdóttur í Reykjavík og Kristínu Halldórsdóttur í Reykjaneskjördæmi.

Kvennalistinn í Reykjavík fékk 8,4% atkvæða, 7,2% í Reykjanesi og 5,8% á Norðurlandi Eystra.

Kvennalisti var talinn sigurvegari kosninganna.  Lítil breyting hefði orðið á hlutfalli kvenna á Alþingi ef ekki hefði komið til hin femíníska aðgerð sem fólst í framboði Kvennalista. Með tilkomu hans þrefaldaðist hlutfall kvenna á Alþingi fór úr 5% í 15% og konum á Alþingi fjölgaði úr þremur í níu. Stofnun Kvennaframboðs og síðar Kvennalista bætti verulega stöðu kvenna í öðrum flokkum því konum fjölgaði á listum þeirra og fleiri konur skipuðu örugg sæti.

Það þótti söguleg stund þegar Sigríður Dúna Kristmundsdóttir fór í hefðbundið viðtal formanna stjórnmálaflokka við forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur að loknum kosningum. Það hafði ekki áður gerst að tvær konur hittust við slíkt tækifæri og sennilega í fyrsta skipti í heimssögunni.

Eftir kosningar mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ríkisstjórn.

 
Þingkonur á kjörtímabilinu 1983-1987
 
Kosningaúrslit 1983 (PDF)
 
Greinar um þingmál (PDF)
 
Ræður, greinar og ályktanir á kjörtímabilinu. Fleiri munu birtast síðar. (PDF)