Mikil vinna var lögð í undirbúning kosninganna í Reykjavík og sjálfa kosningabaráttuna. Hún hófst formlega þegar efstu konur Kvennalistans úr öllum kjördæmum hittust í Reykjavík um miðjan mars og stilltu saman strengi. Að venju var gefin út ítarleg stefnuskrá og veglegt kosningablað, Pylsaþyt, sem Kvennalistakonur báru út á hvert heimili á landinu. Einnig var gerður sérstakur sjónvarpsþáttur um Kvennalistann.

Kosningaúrslitin 1991 urðu þau að Kvennalistinn í Reykjavík fékk 12% atkvæða og þrjár þingkonur, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Kristínu Einarsdóttur og Kristínu Ástgeirsdóttur.

Úrslitin 1987 höfðu orðið þau að Kvennalistinn fékk 14% í Reykjavík og þrjár þingkonur. Hann mátti vel við una að halda sínum þrem þingkonum en á landsvísu fækkaði þingkonum Kvennalista úr sex í fimm. Sjá nánar skjöl hér að neðan.

 
Kosningarnar 1991
 
Ræður og greinar (PDF)
 
Dreifi- og fréttabréf (PDF)
 
Kosningaundirbúningur í Kjós 28. febrúar 1991
Sigrún Stefánsdóttir, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Ágústa Gísladóttir, Sigrún Jóhannesdóttir
Salóme Guðmundsdóttir að messa yfir konunum
Áhugasamar konur að undirbúa kosningar
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kristín Einarsdóttir og Danfríður Skarphéðinsdóttir
Jóna Velgerður Kristjánsdóttir, María Jóhanna Lárusdóttir, Drífa Kristjánsdóttir og Anna Dóra Antosdóttir
previous arrowprevious arrow
next arrownext arrow