Mikil vinna var lögð í undirbúning kosninganna í Reykjavík og sjálfa kosningabaráttuna. Hún hófst formlega þegar efstu konur Kvennalistans úr öllum kjördæmum hittust í Reykjavík um miðjan mars og stilltu saman strengi. Að venju var gefin út ítarleg stefnuskrá og veglegt kosningablað, Pylsaþyt, sem Kvennalistakonur báru út á hvert heimili á landinu. Einnig var gerður sérstakur sjónvarpsþáttur um Kvennalistann.

Kosningaúrslitin 1991 urðu þau að Kvennalistinn í Reykjavík fékk 12% atkvæða og þrjár þingkonur, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Kristínu Einarsdóttur og Kristínu Ástgeirsdóttur.

Úrslitin 1987 höfðu orðið þau að Kvennalistinn fékk 14% í Reykjavík og þrjár þingkonur. Hann mátti vel við una að halda sínum þrem þingkonum en á landsvísu fækkaði þingkonum Kvennalista úr sex í fimm. Sjá nánar skjöl hér að neðan.

 
Kosningarnar 1991
 
Ræður og greinar (PDF)
 
Dreifi- og fréttabréf (PDF)
 
Kosningaundirbúningur í Kjós 28. febrúar 1991
previous arrowprevious arrow
next arrownext arrow
Slider