Kvennaframboð hafði mikil áhrif á kosningabaráttuna þegar það bauð fram í fyrsta skipti 1982. Beðið var með eftirvæntingu eftir framboðslistanum. Athygli vakti að nánast engin þekkt andlit úr stjórnmálum eða opinberu lífi voru á listanum.

Eins og sjá má á ljósmyndum hér að neðan var kosningabaráttan óhefðbundin, lifandi og skemmtileg. Haldnir voru hverfafundir, Peysufatasöngsveitin söng og keyrt var um bæinn á blómum skrýddum pallbíl.

Kosningaúrslitin urðu þau að Kvennaframboð fékk 10,94% atkvæða og þær Guðrún Jónsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem skipuðu efstu sætin, settust í borgarstjórn. Fyrsti varaborgarfulltrúi var Magdalena Schram.

Stóri sigurinn var þó að hlutfall kvenna í borgarstjórn tæplega tvöfaldaðist. Hækkaði úr 20% í 38,1% og hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á landsvísu tvöfaldaðist, fór úr 6% í 12%. Aðrir flokkar höfðu séð sitt óvænna og sett konur ofar á sína lista.

Á þeim þremur kjörtímabilum sem Kvennaframboð og Kvennalisti (1982-1994) sátu í borgarstjórn fór hlutfall kvenna úr 20% í 53,3%. Á landsvísu hækkaði hlutfallið í sveitarstjórnum úr 6% í 25%. Á sama tíma fjölgaði konum í borgarstjórn úr þremur í átta.

Kvennalistinn bauð einnig fram á Akureyri og fékk 17,4% atkvæða, tvo fulltrúa og myndaði meirihluta ásamt Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi.

Sjá nánar gögn hér að neðan

 
Stefnuskrá og framboðslisti 1982
 
Hverfafundir og Peysufatasöngsveitin

Kosningabaráttan var lifandi og skemmtileg og farnar voru óhefðbundnar leiðir í baráttunni. Hverfafundir voru haldnir í flestum hverfum borgarinnar þar sem flutt voru ávörp og Peysufatasöngsveitin söng. Keyrt var um bæinn á blómum skrýddum pallbíl með gjallarhorni sem var óspart notað til að koma boðskapnum á framfæri. Kvennaframboðskonur stofnuðu Peysufatasöngsveit og var einkennisbúningurinn lopapeysa og skotthúfa. Skotthúfan var til heiðurs framboði kvenna frá byrjun 20. aldar.

Söngsveitin söng á kosningafundum og öðrum uppákomum og vakti mikla lukku. Fyrsti hverfafundurinn var haldinn 1. maí á Hallærisplaninu fyrir framan Hótel Vík.

Kosningafundur 1. maí 1982
Hverafundir
 
Ræður, greinar og fréttir í kosningabaráttunni 1982
 
Dreifirit, fréttabréf og fréttatilkynningar 1982
 
Kosningahátíð í Laugardalshöll

Hápunktur kosningabaráttunnar var kosningahátíð sem stóð yfir frá kl. 13.00–19.00 á uppstigningardag í Laugardalshöll undir yfirskriftinni „Og þá var kátt í höllinni.“

Þúsundir streymdu á kosningahátíðina og er óhætt að segja að þetta hafi verið fjölmennasta kosningahátíð sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur haldið. Þórhildur Þorleifsdóttir skipulagði hátíðina. Ýmsum kvennastéttum og kvennasamtökum var boðið að setja upp kynningarbása með upplýsingum um vinnuaðstæður, laun, menntunarkröfur og fleira.

Á hátíðinni voru litskyggnusýningar af ýmsu tagi, Peysufatasöngsveitin steig á stokk og þarna var leiklist, tónlist og upplestur. Einnig lestrarhorn, upplestrarhorn og föndurhorn fyrir börn sem fóstrur höfðu skipulagt og leiksvið til afnota fyrir börn og fullorðna. Útvarp Kvennaframboðs var í gangi yfir daginn og þrisvar sinnum var dagskrá með ræðum. Einnig var tombóla og kökubasar til fjáröflunar. Þó nokkrir fulltrúar annarra flokka mættu og fylgdust langleitir með og veltu fyrir sér hvað væri eiginlega á seyði.

Thumbnail 1
   Kosningahátíð Kvennaframboðs í Laugardalshöll    
Mynd 2
   Allir skemmtu sér konunglega á kosningahátíð Kvennaframboðs   
Mynd 24
    Þá var kátt í höllinni    
   
Thumbnail 1 - copy - copy
   Helga Thorberg reitir af sér brandara   
Og þá var kátt í höllinni
   Og þá var kátt í höllinni   
Dagskráin undir dyggri stjórn Þórhildar
   Dagskráin undir dyggri stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur   
Mynd 9
    Krakkar að leik   
Mynd 13
   María Jóhanna Lárusdóttir að leik með börnum   
Mynd 14
   Kvennahljómsveit   
Mynd 15
   Sigríður Þorvaldsdóttir skemmtir börnunum   
Mynd 18
   Skemmtiatriði   
Mynd 20
   Söngur og gleði   
Mynd 19
   Sölubásar   
Mynd 23
    Veitingar til sölu kosta eina tölu    
   
Mynd 21
    Ungir sem aldnir skemmtu sér   
Mynd 16
   Sjúkraliðar að setja upp sinn bás   
Mynd 22
    Unnið alla nóttina við að setja upp bása í starfsgreinum kvenna    
   
Mynd 23
    Peysufatasöngsveitin skemmtir á fjölskylduhátíðinni   
   
Mynd 24
    Peysufatasöngsveitin skemmtir á fjölskylduhátíðinni   
   
previous arrowprevious arrow
next arrownext arrow
 
Kosningavaka í Hreyfilshúsinu að kvöldi kjördags 1982
Mynd 1
   Hægra megin við borðið: Hörður Erlingsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Hjálmar Ragnarsson, Sigríður Dúna, Ásta K. og Örnólfur    
Mynd 2
   Hörður Erlingsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Hjálmar Ragnars og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir   
Thumbnail 1 - copy - copy
   Nú er eitthvað að gerast   
Mynd 4
    Valgeir Guðjónsson, Guðbjörg Linda Rafnarsdóttir, óþekkt, Hlín Agnars, Sitjandi Örnólfur Th. Sigríðu   
Mynd 5
   Beðið eftir næstu kosningatölum   
Mynd 6
    Eftirvænting í loftinu   
Mynd 7
   Eygló Stefánsdóttir, Margrét Auðar stendur, óþekkt Magdalena Schram og Guðný Guðbjörnsdóttir   
Mynd 8
    Horft yfir salinnr   
previous arrowprevious arrow
next arrownext arrow