Sextándi landsfundur Kvennalista var haldinn í Reykholti 30. okt. - 1. nóv. 1998. Yfirskriftin var „Kvenfrelsi á nýrri öld.“ Yfir 50 konur mættu á fundinn.

Landsfundurinn lýsti „yfir ánægju sinni með drög að málefnagrundvelli samfylkingar Samtaka um Kvennalista, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks.“ Jafnframt samþykkti landsfundurinn „að taka þátt í sameiginlegu framboði þessara afla að þeim skilyrðum uppfylltum að fulltrúum Kvennalistans verði tryggt eitt af þremur efstu sætum í öllum kjördæmum.“

Sjá nánar ályktanir, ræður og önnur gögn frá fundinum.

 

Myndir frá landsfundi í Reykholti 1998

 

Skjöl frá landsfundi í Reykholti (PDF)