Um vefinn

Kristín Jónsdóttir er stofnandi og ritstjóri vefjarins Kvennalistinn.is. Hún var einn af stofnefndum Kvennaframboðs og Kvennalista og þekkir því vel til sögu og þróunar framboðanna. Vefgerð annast Hildigunnur Halldórsdóttir tölvunarfræðingur, Örvar Kristínar Jónsson hefur séð um ýmsar tæknilegar útfærslur og Arna Björk Jónsdóttir um prófarkalestur.

Kristín Jónsdóttir

Hildigunnur Halldórsdóttir

Jafnréttissjóður Íslands og Hagþenkir styrktu vefinn. Án styrkja frá þeim hefði vefurinn aldrei orðið að veruleika.

Sérstakar þakkir fá Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður fyrir ómetanlegan stuðning og Rakel Adolphsdóttir á Kvennasögusafni fyrir frábæra þjónustu við leit að gögnum um Kvennaframboð og Kvennalista.

Ég vil einnig þakka þeim fjölmörgu Kvennalistakonum sem veittu mér aðgang að ljósmyndum, ræðum og öðrum gögnum í þeirra fórum.

Vefurinn var formlega opnaður í Hannesarholti hinn 24. október 2017.

Myndin er tekin þegar Kvennalistinn.is var formlega opnaður í Hannesarholti hinn 24. október 2017.
 Á myndinni eru Örvar K. Jónsson, Kristín Jónsdóttir og Arna Björk Jónsdóttir.
Myndin er tekin þegar Kvennalistinn.is var formlega opnaður í Hannesarholti hinn 24. október 2017.
Á myndinni eru Örvar K. Jónsson, Kristín Jónsdóttir og Arna Björk Jónsdóttir.

Markmiðið með vefnum er að:

  1. Varðveita á einum stað gögn tengd Kvennaframboði og Kvennalista. Má þar nefna fjölmiðlaumfjöllun, ræður kvennalistakvenna, stefnuskrár, fundargerðir, mál sem framboðin lögðu fram á Alþingi og í sveitarstjórnum, ljósmyndir, upptökur, auglýsingagögn o.fl.
  2. Miðla reynslu og þekkingu um þessi sögulegu framboð sem leiddu til aukins jafnréttis kynjanna á og þar með samfélagslegan, umhverfislegan og efnahagslegan ávinning í íslensku samfélagi.
  3. Gera sýnileg þau miklu áhrif sem Kvennalistinn hafði á Alþingi og í samfélaginu með því að breyta orðræðunni, vera fyrstur til að opna mál m.a. umræðu um kynferðislegt ofbeldi gegn konum og börnum og meðferð kerfisins á fórnarlömbum nauðgara. Einnig komu framboðin með nýjar áherslur í umhverfisverndarmálum, fjölskyldumálum, fæðingarorlofsmálum o.fl.
  4. Valdefla konur, gera þær samfélagslega virkari og hvetja þær til að taka þátt í stjórnmálum með því að miðla reynslu og þekkingu kvennanna á stjórnmálum og stofnun pólitísks flokks.
  5. Miðla alþjóðlega þessari séríslensku leið og stuðla þannig að því að sjónarmið og reynsla kvenna verði stefnumótandi afl í þróun samfélaga.
  6. Vera vettvangur fyrir valdeflandi verkefni fyrir konur.

Kristín Jónsdóttir 17. október 2017