Á fyrsta blaðamannafundinn sem Kvennaframboð hélt mættu þó nokkrir blaðamenn. Við biðum spenntar eftir því að fá góða umræðu og spurningar um hugmyndafræði framboðsins og okkar nýju og öðru vísi áherslur.
Fyrsta spurningin, sem kom frá blaðamanni frá DV, kom flatt upp á okkur. „Hvað ætlið þið að gera í hafnarmálum?“ En Helga Kress var fljót til svars. „Við ætlum að setja grindverk meðfram höfninni svo börn detti ekki í sjóinn.“ Blaðamaðurinn hafði greinilega ekki húmor fyrir þessu svari.
Þegar hann kom upp á ritsjórn DV sagði hann hneykslaður frá þessu fáránlega svari. Þegar Magdalena Schram, sem þá var blaðamaður á DV, heyrði söguna hugsaði hún með sér að þetta væru konur með húmor sem gaman væri að vinna með. Hún lét ekki sitja við orðin tóm heldur fór að starfa með Kvennaframboðinu og lét mikið til sín taka.
áGú
2017