Fimmti landsfundur Kvennalista var haldinn í Gerðubergi 13.-15. nóvember 1987. Um 120 konur mættu á fundinn. Á fundinum voru fluttar skýrslur kjördæmanna og þingflokksins. Einnig voru ræddar stjórnarmyndunarviðræðurnar sem fram fóru eftir alþingiskosningarnar þá um vorið.

Kristín Jónsdóttir setti landsfundinn á föstudagskvöldinu og Anna Guðrún Jónasdóttir lektor í Svíþjóð flutti erindi um konur, vald og kvennýtt lýðræði.

Þema laugardagsins var „Hvar stöndum við nú, hvað viljum við, viljum við breyta okkar starfsháttum, hvað ætlum við að gera með sex konur á þingi?“ Þema sunnudagsins var atvinnu- og byggðamál.

Sjá nánar stjórnmálaályktun, ræður og önnur gögn frá landsfundinum.

 

Myndir frá landsfundi í Gerðubergi 1987

 

Skjöl frá landsfundi 1987 (PDF)

 

Ræður á landsfundi í Gerðubergi 1987 (PDF)

 

Skýrslur frá landsfundi í Gerðubergi (PDF)

 

Fundargerðir frá landsfundi í Gerðurbergi (PDF)

 

Fréttir úr fjölmiðlum frá landsfundi í Gerðubergi (PDF)