Sjöundi landsfundur Kvennalista var haldinn að Básum í Ölfusi dagana 27.-29. október 1989. Fundinn sátu um 90 konur frá öllum kjördæmum landsins. Á dagskrá var hugmyndafræði kvenfrelsiskvenna, reynsla af sveitarstjórnarmálum og stefna í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Í ályktun frá landsfundinum var lögð áhersla á að: „Konur verði fjárhagslega sjálfstæðar, félagslegt sjálfstæði kvenna verði að veruleika, móðurhlutverkið og líkamlegt sjálfstæði kvenna verði virt og að menningarlegt sjálfstæði kvenna viðurkennt.“
Mikil umræða var um sveitarstjórnarmál í ljósi þess að kosningar áttu að fara fram að vori. Í umræðu um málefni EFTA og EB var niðurstaðan sú „að aðild að EB kæmi ekki til greina.“
Sjá nánar ályktanir frá landsfundi að Básum og fleiri skjöl hér að neðan.