Níundi landsfundur Kvennalista var haldinn á Seltjarnarnesi 15.-17. nóvember 1991. Um 60 konur alls staðar af landinu sátu fundinn.
Yfirskrift fundarins var „Spinnum þráð í velferðarvefinn.“ Eins og yfirskriftin ber með sér snérist umræðan á fundinum mikið um velferðarkerfið.
Ályktað var um atvinnu- og byggðamál, mennta- og menningarmál, ótímabæran niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, málefni fatlaðra og umferðaröryggismál. Einnig var ályktað um samninga EFTA og EB um Evrópskt efnahagssvæði. Á fundinn mætti hópur ungra kvenna sem síðar átti eftir að gera sig gildandi í hreyfingunni og hafa áhrif á stefnumótunina.
Sjá nánar ræður og ályktanir frá landsfundinum hér að neðan.