Þau ár sem Kvennalistinn átti fulltrúa á þingi fóru þingkonur auk annarra Kvennalistakvenna árlega út á land. Þær fóru á vinnustaði, héldu almenna fundi og voru með torgsölu til að kynna stefnu Kvennalistans og kynnast viðhorfum heimamanna. Fyrsta ferðin var árið 1984 þegar Kvennalistakonur fóru hringinn í kringum landið í rútu. Sjá nánar Kvennalistarútan undir „Aðgerðir og mótmæli.“

Árið 1989 var farið um landið undir yfirskriftinni „Konur sláum hring um landið“ og árið 1990 fóru Kvennalistakonur landið þvert og endilangt undir yfirskriftinni: „Er kvenþjóðin sátt?

 
Konur slá hring um landið 1989
 
Er kvenþjóðin sátt?