Þriðji landsfundur Kvennalista var haldinn í Gerðubergi 9.-10. nóvember 1985. Nær 90 konur sátu fundinn frá öllum landshlutum. Á dagskránni voru meðal annars húsnæðismál, menntamál, efnahagsmál, launamál og utanríkismál.
Ályktað var um fræðslumál, landbúnaðarmál, launamál, friðarmál, heilbrigðis- og félagsmál. Mikið var rætt um efnahagsmál enda verðbólgan nær 40%.
Um landsfundinn sagði Kristín Halldórsdóttir í viðtali í DV: „Aldeilis glimrandi góður, starfsamur, skemmtilegur, fræðandi og jákvæður.“ Á laugardagskvöldinu var haldið „landsfundaskrall“ á Hótel Vík.
Sjá nánar gögn frá landsfundinum hér fyrir neðan.