Fjórði landsfundur Kvennalista var haldinn í Gerðubergi 8.-9. nóvember 1986. Yfir 100 konur mættu á fundinn.
Fyrir utan hefðbundna umræðu um einstaka málaflokka fór fram mikil umræða um hugmyndafræði og kvennapólitík.
Fulltrúar landsbyggðarinnar fluttu erindi um landsbyggðarmál og ræddar voru þingkosningar að vori. Eins og jafnan var mikil umræða um launamál kvenna, kröfuna um lágmarkslaun og endurmat á störfum kvenna.
Sjá nánar ályktanir og önnur gögn frá landsfundinum hér að neðan.