Ég ætla að segja ykkur frá kvennahreyfingunni í Þýskalandi þó aðallega í kvikmyndabransanum Þýskalandi sem ég hef starfað í í 25 ár , eða Pro Quote Regie þar sem kvennakvóta er krafist fyrir kvikmyndaleikstjóra og Pro Quote Film, þar sem kvennakvóta er krafist fyrir allar konur sem vinna í þýska kvikmyndabransanum, sumsé líka fyrir leikkonur, kvikmyndatökukonur, hljóðkonur, kvenkynshandritshöfunda, framleiðenda o.s.frv.

En fyrst víkur sögunni til Íslands á sjöunda áratug síðustu aldar. Og af hverju ég varð femínisti.

Það á ég einni persónu mest að þakka, eða pabba mínum. Hann annars kaus og trúði á Sjálfstæðisflokkinn allt sitt líf og þegar ég var lítil stelpa sagði hann nánast á hverjum degi við við mig að ég væri sniðug og dugleg stelpa og ég ætti að giftast lækni eða lögfræðingi þegar ég væri orðin stór. Svo varð Rauðsokkahreyfingin árið 1970 til og pabba fannst hún svo bráðsnjöll og skemmtileg að hann sagði við mig „þegar þú verður stór, verður þú sjálf læknir eða lögfræðingur!” Vonandi eru til í heiminum fullt af svona góðum, styðjandi, elskandi pöbbum og karlmönnum. Það óska ég okkur öllum, því að kvenfrelsi náum við ekki fram, nema í e.k. samvinnu við karla. Það sem pabbi minn skyldi á sínum tíma, er það sem bæði Sameinuðu þjóðirnar og Veraldarbankinn síðar sönnuðu í rannsóknum sínum, nefnilega að þeim mun meiri réttindi sem konur í samfélagi hafa, – og þá er sama hvort samfélagið er hjónaband, fyrirtæki eða heilt þjóðfélag, – þeim mun hamingjusamara er þetta samfélag. Og því vegnar líka efnahagslega betur.

7 árum seinna eða 16 ára gömul gékk ég í Rauðsokkahreyfinguna og .þar kynntist ég stórkostlegum konum og fékk þar mitt femíniska uppeldi. Rauðsokkahreyfingin var þá orðin vinstrisinnuð – allar hægri konurnar voru farnar út – en eg var líka rótæk vinstri manneskja á þeim tíma svo að það smellpassaði. Samt var ég fyrst og fremst femínisti og það sem gildir um skáta, gildir enn meira um femínista: Einu sinni femínisti – alltaf femínisti.

Þegar Kvennaframboðið varð til og það byggði jú á allt annarri hugmyndafræði, tók það mig meira eitt ár að sannfæra sjálfa mig, að kvennabarátta væri ekki það sama og stéttabarátta, heldur að kvennabaráttan ætti að byggjast á svokallaðri„kvennamenningu“ sem væri friðsöm, efnahagslega skynsöm og eftirsóknarverð – ég var ekki alveg á þessari línu,því að ég vildi vera „one of the boys“ og hafa sömu réttindi og þeir, en fannst kvennamenningardýrkunin jafnvel fegra það hlutverk kvenna að standa fyrir framan eldavélina og þar vildi ég ekki standa. En svo fattaði ég að hugmyndafræðin eða leiðin að takmarkinu skiptir engu máli – það er takmarkið sjálft eða jafnur réttur karla og kvenna sem skiptir öllu máli.
Þá gékk ég inn í Kvennalistann og var 22 ára gömul gerð að kosningastjóra hans fyrir alþingiskosningarnar 1983 ásamt Kristínu Ástgeirsdóttur og síðar Þórhildi Þorleifsdóttur og var eins og fleiri á Reykjavíkurlistanum.
Það voru hrikalega skemmtilegir tímar, og ég hreinlega man ekki til þess að það hafi verið rifist innan hópsins. Hendur voru bara látnar standa fram úr ermum, þa- var bara tekið á verkefnum og vandamálum og þau leyst. Enda komumst við strax inn á þing með 3 konur.

Pabba mínum til vonbrigða vildi ég hvorki verða læknir né lögfræðingur heldur kvikmyndaleikstjóri og ákvað að setjast á skólabekk í München. Það var líka mjög skemmtilegur tími. Einhver skemmtilegasti tími lífs míns. Og ég fann á engan hátt fyrir kynjamismunun, ég var ein af strákunum, playing with the big boys.
En það sem ég var hissa á, var að þeir þýsku strákar eða karlar sem ég kynntist þeir voru allt öðruvísi en íslenskir karlar: Þeir þýsku voru jafn opnir og skemmtilegir og íslensku konurnar í kvennahreyfingunni. Ég hreinlega elskaði platónsk samskiptin við þá. Það var hægt að tala hreinskilnislega, málefnanlega og vingjarnlega um allt milli himins og jarðar við þá.
Ég náði hins vegar engu sambandi við þýskar stelpur eða konur. Mér fannst þær sem ég kynntist, svo einkennilega flóknar og óvingjarnlegar og hreinlega vondar við suma karla gjörsamlega að ástæðulausu. Kvennahreyfingin þýska var líka lokuð körlum og mér fannst hún einkennast af reiði og biturð. Og þýskar konur úti á götu litu oft út fyrir að vera svo óhamingjusamar, svo bitrar og reiðar – og ég skildi ekkert í þessu, fyrst um sinn. Ég hugsaði og spurði mig: Af hverju láta þær svona? Þær hljóta eins og við íslenskar konur að hafa fengið jafnréttislög og þurfa því bara að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma hlutina?

Það var ekki fyrr en að ég fór nokkrum áratugum seinna að kynna mér sérstaklega hver lagaleg og efnahagsleg staða þýskra kvenna er, að ég komst að því að þessir kurteisu, opnu, þýsku karlmenn sem ég elskaði að eiga platónsk samskipti við, fara hreinlega illa með þýskar konur. Það er langt í frá að þýskar konur hafi sömu möguleika og karlar, alls staðar ríkir óréttlátur karlakvóti. Það er því ekkert skrýtið að þær séu reiðar, bitrar og óhamingjusamar.

Hér eru dæmi frá árinu 2014:

100% karlakvóti frá 1949 í embætti Þýskalandsforseta.
100% karlakvóti í stjórn þýska járnbrautarfélagsins Deutsche Bahn, sem er í ríkiseign
99,6 % fjár sem kvikmyndasjóðurinn í Bæjaralandi veitti árið 2014 fór í kvikmyndir sem karlar leikstýra
98% allra ritstjóra fjölmiðla eru karlar
97,5-% í stjórnum þeirra 53 ríkisbanka sem til eru í Þýskalandi eru karlar
96% allra borgarstjóra í Þýskalandi eru karlar

Í háskólanámi var hlutfall kvenna árið 2014 hins vegar 51%

Nú ef við lítum á tölur þar sem kvennakvótinn er hár:
60% allra fórnarlamba sem fjallað er um í fjölmiðlum eru konur
71% allra sem vinna í hlutastörfum eru konur
85% hinna lægst launuðu eru konur
90% einstæðra foreldra eru konur
96% starfsmanna á barnaheimilum eru konur

2014 : Þýskar konur fá 37% lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu
2017: Konur fá 21% lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu

Árin 2014 og 2017 fá þýskar konur 57% lægri ellilaun er karlar.

Árið 2014 höfðu í Þýskalandi enn ekki verið samþykkt nein jafnréttislög, svipuðum þeim sem við fengum á Íslandi árið 1976. Það eina sem til var, var jafnréttisákvæði í þriðju grein stjórnarskrárinnar um að ef hallað væri á konur sem ynnu á vegum ríkisins, bæri ríkinu að sjá til þess að að jafnrétti yrði framfylgt.

(2017 voru fyrst sett lög um að í fyrirtækjum þar sem fleiri en 200 starfsmann starfa, geti konur fengið upplýsingar um laun karlmanna í svipuðum stöðum og þær í fyritækisinu. Og í fyrirækjum ar sem meira en 500 stafsmenn starfa Þetta er svona light útgáfa af lögunum sem gengu í gildi í byrjun þessa árs á Ísland. )

Það voru árið 2013 sem vakti þýskar konur upp, mig meðtalda, lét okkur fara sjá í gegnum hlutina, mynda hópa, fyllast krafti. Og árið 2014 fórum við af stað.

Afhverju þessu 2 ár? Af því að við konur alls staðar í hinum vestrænum heimi voru á þessum tíma að gera sér grein fyrir því að það hafði hreinlega verið logið að okkur í 30 til 40 ár nefnilega að konur og karlar byggju við saman rétt, af því lög eru til sem kveða á um það. Og það væri okkur konum einum að kenna ef við kæmumst ekki áfram. Lengi var það algert tabú að segja: “Ég kemst ekki áfram, bara af því að ég er kona”. Árið 2013 föttuðum við að þessi setning, sem ekki mátti segja, var bara alveg hárrétt. Hún hitti naglann akkúrat á höfuðið. Og það sem þrýsti á þessa innsýn: Helmingur þeirra sem stúdera eru konur og nú var kominn tími til að konur fengju sama rétt í atvinnulífinu og karlar í reynd. Við vorum ekki lengur til í að vera sefaðar og huggaðar með lagaákvæðum. Við vildum fá kvennakvóta!

En nú kem ég að Pro Quote Regie.
Það voru einmitt svona tölur um prósentuhlutfall sem vöktu okkur kvikmyndaleikstjóra af kvenkyni upp af Garðabrúðusvefni því að langflestar okkar lifðu fram að þessu einmanalegu atvinnulífi: hver um sig einöngruð eins og eins og sjálf Garðbrúða í turninum. Hver og ein okkar að berjast alein í harðri samkeppni við aðra leikstjóra af karl og kvenkyni – við það að koma með litlu einkateymi eigin kvikmyndaverkefnum af stað, skrifa handrit, finna framleiðenda, sækja um sjóði, finna sjónvarpsstöð sem vildi vera með í fjármögnuninni og framleiðslunni.

Ein okkar fékk í hendur blaðagrein þar sem sagt var frá því að á árunum 2010- 2013 hefðu í Ríkissjónvarpinu ARD og ZDF bara 11% myndanna gerðar af kvenkvikmyndaleiksstjórum, en 91% af karlmönnum
Og ástandið hjá kvikmyndasjóðunum, sem fjármagnaðir eru með skattpeningum, var ekki betra 22% myndanna eftir konur en 78%.
Það er þar að auki settur miklu minni peningur í myndir eftir konur sem eru oftast Low eða No-Budget myndir, á meðan karlar gerðu High-Budget myndir.

Og hvaða peningur er þetta? Jú þetta er opinbert fé!! Skattpeningur þýska ríkisins. Og í þriðju grein stjórnarskrárinnar þýsku stendur að í Þýskalandi ríki jafnrétti karla og kvenna og ef hallað sé á rétt kvenna, beri ríkinu að leiðrétta hallann.

Málið var þess vegna algjörlega á hreinu. Við þurftum bara að benda á stjórnarskrárlegan rétt okkar og krefjast kvóta! Og það hlyti að vera sjálfsagt mál. Katinka Feistl hóaði okkur hinum 11 saman, við vorum 12 kvenleikstjórar í hinum sk. kjarna en að baki okkar stóðu á þessum tíma yfir næstum 200 kvenkvikmyndaeikstjórar þ.á.m. kvenleikstjórar eins og Maren Ade og Margarethe von Trotta. Hér er mynd frá fyrsta blaðamannafundi okkar í Berlín þar sem við kynntum kröfur okkar. Og þær voru:

Og af því að við vorum svo sanngjarnar kröfðumst við ekki strax 50% kvóta heldur bara 30% kvóta innan 3 ára, 42% innan fimm ára og 50 % kvóta innan 10 ára.
Við kröfðumst vísindalegra rannsókna á þessum kynjahalla
Við kröfðumst þess að úthlutunarnefndir kvikmyndasjóða og sjónvarpsstöðva væru jafnt skipaðar konum og körlum, sumsé 50-50 prósent því að við töldum að það myndi auðvelda kvenleikstjórum að fá kvikmyndir sínar styrktar og fjármagnaðar.

Viðbrögð fjölmiðla voru strax mjög jákvæð. Það var eins og undrunaralda færi um þá og þýskt samfélag sem spurði: Ha, er þetta virkilega svona árið 2014? Og ef það er svona, ber að leiðrétta það strax – af því að nú er árið 2014.

Stutt í rifrildi: Þið getið rétt ímyndað ykkur að þegar 12 alfa-konur sem vanar eru að skipa öðrum fyrir verkum sem svo strax hlaupa af stað til að framkvæma , vinna saman, vilja skipa fyrir verkum, hinar hlýða ekki eins og vinnuteymið gerir, þá er stutt í rifrildi; og margar þýskar konur eru algjörlega ófeimnir við að rífast – fyrir mig sem kem úr landi þar sem það var tabú að rífast, var þetta líka eitthvað sem ég þurfti að venjast – og þess vegna réðum við bráðsnjalla konu sem er atvinnumanneskja í strategíu í vinnu. Hún kemur með svo brilljánt hugmyndir að þá er ekki lengur hægt að rífast. Hún ver okkur fyrir mistökum, segir okkur hvað við megum segja, hvað við megum alls ekki segja, við hvaða fjölmiðil ber að tala við á hverjum tíma o.s.frv

Húmor er eitt mikilvægasta vopnið okkar, en við reynum þess á milli alltaf að vera málefnanlegar og vingjarnlegar einsog kanslarinn okkar Angela Merkel. Og karlmenn eru velkomnir eins og þeir voru hjá okkur hér á Íslandi, en nánast enginn eða mjög fáir hafa hingað til gefið sig fram til að vera með.

Fyrst vorum við algjörlega peningalausar í þessari baráttu, við höfðum ekkert fjármagn að baki og þar sem við bönkunum að dyrum, var okkur vísað frá. Konur eiga bara 1% fjármagnsins í heiminum og okkur er hreinlega haldið niðri með peningaleysi. Konur úr flokki Græningja bentu okkur svo á ráðuneyti sem ber nafnið: Ráðuneyti fyrir Fjölskyldur, ungmenni-, eldri borga og konur” í Berlín og þar bönkunum við upp á. Fyrst var okkur vísað frá, en við gáfumst ekki upp og fengum svo allt í einu sem svarar 37 milljónir íslenskra kóna í styrk frá þeim. Við vorum alsælar en svo datt af okkur andlitið þegar við fengum að vita skilyrðið fyrir fénu: Það þyrfti að vera búið að eyða peningunum innan þriggja mánaða. Og ekki vitað hvort við fengjum styrk aftur. Nú við urðum að fylgja þessu og keyptum okkur plastkúlutjald og settum hana á mitt Potsdamer Platz í Berlin, settum í það fræði- og skemmtdagskrá, dans og m.a.s. Kvennavodkadrykkju og héldum baráttusamkomu með pallborðsumræðum (og ég gat búið til langa heimildarmynd um okkur eða myndina: “Karlar aleinir á kvikmyndatindinum á meðan konur þurfa að klifra upp kvikmyndafjallið naktar í háháluðum skóm með poka fullan af steinum á bakinu.”

Nú svo komur aftur tími þar sem við vorum algjörlega peningalausar og fjárm-ögnuðum úr eigin vasa baráttu- og skemmtidagskrár í öll þessi tæpu 4 ár á kvikmyndahátíðunum München, Frankfurt og Hamborg og öðrum vettvöngum, þangað til fengum aftur ári síðar aftur pening frá ráðuneytinu fyrir Kvikmyndahátíðina í Berlín í febrúar sem aftur þurfti að eyða svona fljótt. Svona gékk þetta öll árin þrjú.

Ein skemmtidagsskránna okkar er t.d. sú að láta kynin skipta um hlutverk. Hér þarf ekkert að ýkja, bara litlar athafnir eins og hvernig karlar og konur standa og sitja á ólíkan hátt er óborganlega fyndið og sýnir hversu fáránlegum reglum við kynin fylgjum ómeðvitað.

Næstum allir kvenleikstjórar Þýskalands hafa sameinast okkar eða næstum 500 konur.

Og hvernig hafa karlarnir í bransanum brugðist við okkur?
Þýskir karlar hafa yfirleitt brugðist vel við okkur og af mikilli kurteisi – allt önnur viðbrögð en t.d. í Austurríki þar sem árásargjarnir karlleikstjórar hnakkrífast í konunum og reyna að gera allt til að koma í veg fyrir að austurrískir kvenleikstjórar “taki af peninginn austurrískum körlum”! Nei, í Þýskalandi fyrirfinnast varla karlar sem mótmæla okkur. Þeir kinka kurteisir kolli til samþykktar, þegjandi og skilningsríkir en þegar þeir snúa baki við okkur halda þeir áfram sem horfið var, án þess að nokkru sé breytt. En ef við kröfsum meira í yfirborðið, kemur fram að þeim finnst ekkert vera að og þeir halda því fram eins og þeir hafa gert sl áratugi að kynið skipti engu máli, en bara gæðin sem skeri úr, sem við svörum með því að benda á prósentuhlutfallið og þá þegja þeir aftur. Þegar krafsað er meira í yfirborðið kemur í ljós að þeim finnst við fá nógan pening nú þegar og að við séum bara gráðugar ef við viljum meira. En örfáir treysta sér til að segja þetta.

Og hverju höfum við áorkað?
1. Okkur hefur tekist að fá 20% kvóta hjá þýsku sjónvarpsstöðinni ARD. Sjónvarpsstöðin ZDF vildi ekki setja sér kvóta, en hefur hækkað hlutfall kvenleikstjóra upp í 14,4 %.
2. Flestar úthlutunarnefndir hafa nú jafn hlutfall karla og kvenna innanborðs.
3. Sett var ný lagagrein inn í kvikmyndalögin, þar sem kveðið var á að jafna ætti hlut karla og kvenna í bransanum.
4. Gerðar voru 2 rannsóknar sem sönnuðu allt það sem við höfðum haldið fram, nefnilega að hallað sé systematískt á konur með óskrifuðum karlakvóta og okkur konunum sé borgað miklu verr fyrir sömu störf.

Eftir rúmlega þriggja ára baráttu sáum við 12 konurnar fram á að við myndum með þær 500 kvenleikstýrur sem við höfðum á bak við okkur ekki ná meiru fram að svo komnu. Og af því að við vildum ekki að kraftur okkur færi þverrandi, og af því að það er gaman að vinna sigra og ná árangri, ákváðum við í samráði við strategíuráðgjafanm okkur að víkka út starfsemina til að auka þrýstinginn. Þess vegna tókum við sl. október ALLAR konur í kvikmyndabransanum inn í hópinn okkar, sumsé leikkonur, kvikmyndatökukonur, kvenframleiðendur, kvenhandritshöfunda, kvenklippara, hljóðkonur, kventónskáld o.s.frv. Og núna stofnuðu ekki bara 12 konur samtökin Pro Quote Film heldur 1200 konur. Eftir tveggja mánaða undirbúningatíma var fyrsti blaðamannafundurinn haldinn í Berlín núna í janúar 2018. Og stemmningin er frábær og kraftmikil. Nú titra þýskir karlar í bransanum allverulega en hingað til hafa viðbrögðin verið hin kunnu, nema nú þykjast ekki þeir bara vera sammála okkur heldur vilja vinna með okkur í að leysa þennan halla. Við vonum að það verði reyndin.

Og hverjar eru kröfur Pro Quote Film:

 1. 50 % KVENNAKVÓTI í öllum greinum kvikmyndabransans
 2. 50 % KVENNAKVÓTI í öllum ráðum, úthlutunarnefndum og yfirstjórnum í ríkissjónvarpi, kvikmyndasjóðum og kvikmyndaskólum.
 3. GAGNSÆI í öllum kynjagagnagrunnum.
 4. SÖMU LAUN FYRIR SÖMU VINNU! BETRI ELLILÍFEYRIR fyrir kvikmyndakonur sem búa við hungurmörk
 5. Ríkisstjórnvarpsstöðvar og framleiðendur verði skyldaðir til að leggja fram tillögur uim 50% kvennahlufall í öllum greinum bransans áður en framleiðsla myndanna er hafin.
 6. BÆTT VINNUSKILYRÐI, BARNAPÖSSUN o.fl. á tökustöðum
 7. NÝSKÖPUN & BÆTT GÆÐI
  Unnið gegn kynjafordómum með sérstökum námskeiðum þar sem karlar ganga í hlutverk kvenna og konur í hlutverk karla. Stereotype.
 8. KVIKMYNDARFUR kvenna verði jafn virtur og kvikmyndaarfur karla.
 9. Sett verði á fót STOFNUN til að styrkja kvennakvikmyndir
 10. Sett verði á fót JAFNRÉTTISSTOFA í málefnum þýska kvikmyndabransans

Þetta er auðvitað óttaleg frekja í okkur, finnst ykkur það ekki? Og við erum bjartsýnar á að þetta takist, jafn bjarsýn og stjórmálamennirnir sem settu þetta jafnréttisákvæði í stjórnarskrána á sjötta áratug síðustu aldar. Og við erum núna að hjálpa ríkinu í að finna leiðir að takmarkinu sem það setti sér sjálft.

Aumingja þýska ríkið hefur nóg að gera, því að við erum ekki eini kvennahópurinn sem krefst kvóta.
Aðrir hópar eru
Pro Quote Medizin eða konur í læknastétt sem krefjast 40% í yfirstjórnarstöðum í ríkissjúkrahúsum.
Pro Quote Medien eða fjölmiðlakonur í ríkisfjölmiðlum. Þær krefjast líka 50% kvóta.
Pro Quote Bühne eða kvenleikstjórar í ríkisstyrktum leikhúsum sem krefjast 50 % kvennakvóta í öllum starfsgreinum leikhússins og karlmanns laun fyrir alla!