Helgina 3.-5. júní 1994 var haldið vorþing á Selfossi í kjölfarið á stórsigri R-listans í Reykjavík sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiddi. Þingið sóttu 60 til 70 konur.
Meginefni vorþingsins var staðan að loknum sveitarstjórnarkosningum og undirbúningur undir næstu Alþingiskosningar.
Í sveitarstjórnarkosningunum náðu 16 kvennalistakonur kjöri, tvær af kvennalistum, átta af sameiginlegum listum og sex kosnar óhlutbundinni kosningu. Sigríður Jensdóttir náði kjöri á Selfossi fyrir Kvennalista árið 1986 og leiddi samstarf þriggja flokka frá 1990 með góðum árangri.
Sjá fundargerð og fleiri gögn frá þinginu.