Vorþing var haldið í lok maí 1992 á Seyðisfirði. Hátt á fimmta tug kvenna mættu á þingið.

Samningur um Evrópska efnahagssvæði var meðal annars til umfjöllunar og flutti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir inngangserindi undir yfirskriftinni: „Kvennalistinn og EES. Á hvaða forsendum höfnum við þátttöku?“ Einnig fluttu erindi um einstaka málaflokka innan EES þær Anna Ólafsdóttir Björnsson, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Kristín Einarsdóttir. Miklar umræður urðu um EES samninginn og sýndist sitt hverjum. (Sjá fundargerð)

Á sunnudeginum höfðu framsögu um byggðamál þær Elísabet Benediktsdóttir, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Salóme B. Guðmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Snædís Snæbjörnsdóttir.

Sjá nánar ræður, erindi og önnur skjöl.

 
Skjöl
 
Ræður og erindi
Framsögur tengdar EES
 
Myndir