Tíu ára afmæli Kvennalista 1993

Mikill fagnaður var haldinn á Hótel Borg í tilefni af 10 ára afmælis Kvennalista. Ragnheiður Vigfúsdóttir var veislustjóri. Hún reitti af sér brandara og sagði sögur á sinn íroníska hátt.

Fluttir voru tveir leikþættir eftir Þórhildi Þorlefisdóttur og Ragnhildi Vigfúsdóttur. Annar leikþátturinn hét „Í upphafi var orðið laust“ og fjallaði um ungar konur sem voru að stofna kvennaframboð í beinni sjónvarpsútsendingu árið 2030. Leikendur voru Gígja Svavarsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. Hinn leikþáttturinn gerist á elliheimili og segir frá fjórum konum sem eru að horfa á þáttinn og undrast þekkingarleysi ungu kvennanna. Leikendur eru Guðrún Agnarsdóttir, María Jóhanna Lárusdóttir, Kristín Jónsdóttir og Elín G. Ólafsdóttir.

Einnig fluttu ungfemínistar í Samtökum ungra Kvennalistakvenna, SUKK frumsaminn baráttubrag og Margrét Pálmadóttir mætti með Kvennakór Reykjavíkur.

Hápunktur kvöldsins var áhrifamikil ræða Magdalenu Schram. Hún var orðin fársjúk og mætti í hjólastól. Hún reis upp úr honum og gékk í ræðupúltið studd af Herði eiginmanni sínum. Þar stóð hún keik og drottningarleg sveipuð marglitu sjali.

Hún talaði um það sem áunnist hafði í kvennabaráttunni á liðnum 10 árum.  Henni var tíðrætt um ungu konurnar og fagnaði því hvað þær væru miklu sáttari við sjálfar sig en hennar kynslóð. Hún talaði einnig um troðninga sem væru illfærir konum en nú séu að myndast sæmilega greiðfærar götur. Víða mátti sjá tár á hvarmi. Við vissum innst inni að þetta yrði í síðasta skipti sem við myndum hlíða á Möllu flytja ræðu.

Hinn 19. júní þetta sama ár var Magdalena jörðuð í Dómkirkjunni.

Ræða Magdalenu

Mynd 1
   Sigríður Þorvaldsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Þórhildur Þorvaldsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir   

previous arrowprevious arrow
next arrownext arrow

 
Fimmtán ára afmæli Kvennalista 1998

Afmælisveislan var haldin í Þórshöll, gamla Þórskaffi. Kristín Halldórsdóttir var veislustjóri og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti hátíðarræðu. Einnig spilaði blásarakvintett kvenna.

Hátíðarhöldunum lauk með með því að dansað var fram eftir nóttu við undirleik Rússíbana.

Mynd 1
   Hægra megin við borðið eru Jóna Valgerður og Guðrún Halldórs    

previous arrowprevious arrow
next arrownext arrow

 
Tuttugu ára afmæli Kvennalista 2003

Mynd 5
   Hver skyldi vera komin upp á borð að syngja Braggablúsinn?   

previous arrowprevious arrow
next arrownext arrow

 
Afmælishátíð Kvennaframboðs 2012

Í janúar 2012 var haldið upp á 30 ára afmæli Kvennaframboðs á Hótel Borg. Fjölmenni var mikið, fjölmargar uppákomur og dans stiginn fram eftir nóttu.

Rannveig Löve og Sigrún Jónsdóttir

previous arrowprevious arrow
next arrownext arrow
 

 
Kvöldstund með Kvennalistakonum – 35 árum síðar

Kvennalistinn hélt upp á 35 ára afmælið í Hannesarholti hinn 13. mars 2018. Gleðin var við völd og góð stemning ríkti eins og jafnan þegar Kvennalistakonur hittast.

Kristín Ástgeirsdóttir var skipuleggjandi og kynnir fundarins.

Sýnt var úr myndinni „Hvað er svona merkilegt við það?“ sem fjallar um Kvennaframboð og Kvennalista. Leikstjóri myndarinnar er Halla Kristín Einarsdóttir.

Kristín Jónsdóttir stofnandi vefjarins Kvennalistinn.is sýndi myndir á vefnum frá stofnfundinum 1983 og nokkrum afmælishátíðum Kvennalistans.

Kvennalistakvennabörnin Katrín Oddsdóttir, Oddný Arnarsdóttir og Örvar Kristínar Jónsson fóru á kostum þegar þau lýstu reynslu sinni af því að vera alin upp af Kvennalistakonum sem voru uppteknar við að frelsa heiminn.

Margrét Rún Guðmundsdóttir kvikmyndagerðarkona í Þýskalandi og ein af stofnendum Kvennalista flutti fróðlegt erindi um kvennabaráttuna í Þýskalandi og öfluga jafnréttisbaráttu þýskra kvikmyndagerðarkvenna.

Mynd 24
   Kristín Ástgeirsdóttir hinn röggsami kynnir  

previous arrowprevious arrow
next arrownext arrow