Greinar og fréttir á kjörtímabilinu.

 
 
Heimsfriðarhlaup 1987

Ísland tók þátt í heimsfriðarhlaupinu sumarið 1987. Sri Chinmoy maraþonliðið, sem eru alþjóðleg hlaupasamtök skipulögðu hlaupið. Samtök þessi leitast við að skapa frið með einstaklingnum og á alþjóðavettvangi í gegnum íþróttir og hugleiðslu.

Forsvarsmenn íslensku stjórnmálaflokkanna Svavar Gestsson, Kristín Einarsdóttir, Þorsteinn Pálsson, Albert Guðmundsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson taka á móti friðarkyndlinum þegar heimsfriðarhlaupinu lauk á Lækjartorgi.

Þorsteinn Pálsson sagðist vonast til að kyndillinn og hlaupið myndu einnig boða frið milli hans og Alberts Guðmundssonar.