Nú er skarð fyrir skildi, góða vinkona okkar, Sigrún, er fallin frá. Sigrún var virkur þátttakandi bæði í Kvennaframboðinu og í Kvennalistanum frá upphafi, skipaði sæti á framboðslistum beggja og veitti þar drjúgt liðsinni. Hæglát, yfirveguð, með hlýja og ljúfa nærveru, góða kímnigáfu. Var ávallt reiðubúin að taka þátt, leggja hönd á plóg, vera með, styðja. Lét aldrei sitt eftir liggja. Hafði ákveðnar skoðanir, fylgdi þeim eftir af festu og samkvæmt eigin gildismati. Sigrún var hávaxin og glæsileg kona, fallega ...
Lesa meira