Vesturlandsangi var stofnaður haustið 1984 í kjölfar kvennarútunnar sem fór um landið til að hvetja konur til að stofna Kvennalista í sínu kjördæmi. Starfið var frá upphafi kraftmikið, margar konur gengu til liðs við Kvennalistann og hófu þegar undirbúning fyrir framboð til Alþingis.

Í þingkosningunum 1987 bauð Kvennalistinn á Vesturlandi fram í fyrsta sinn. Þrjú efstu sætin á listanum skipuðu: Danfríður Skarphéðinsdóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir og Birna Kristín Lárusdóttir.

Úrslit kosninganna voru mikill sigur fyrir Kvennalistann sem  hlaut 10,3% atkvæða og Danfríður var kjörin á þing fyrst kvenna í Vesturlandskjördæmi.

 

Myndir úr kosningabaráttunni

 

Skjöl. Fleiri skjöl koma síðar. (PDF)