Vesturlandsangi var stofnaður haustið 1984 í kjölfar þess að kvennarútan fór um landið til að hvetja konur til að stofna Kvennalista í sínu kjördæmi. Starfið var frá upphafi kraftmikið og öflugt. Mánuðina á eftir voru haldnir kynningarfundir í kjördæminu. Jafnframt var hópvinna um ýmsa málaflokka. Margar konur gengu til liðs við Kvennalistann og þegar var hafinn undirbúningur fyrir framboð til Alþingis.

Helgina 22. -23. júní 1985 var haldin ráðstefna í Varmalandi um málefni kvenna. Til umræðu var meðal annars skólamál í dreifbýli og staða kvenna í sjávarútvegi og landbúnaði.

Boðið var upp á barnapössun fyrir börn á aldrinum 2-6 ára.

 

Myndir

 

Skjöl. (PDF)