Í þingkosningunum 1987 bauð Kvennalistinn á Vesturlandi fram í fyrsta sinn. Þrjú efstu sætin á listanum skipuðu Danfríður Skarphéðinsdóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir og Birna Kristín Lárusdóttir.
Úrslit kosninganna voru mikill sigur fyrir Kvennalistann sem hlaut 10,3% atkvæða. Danfríður Skarphéðinsdóttir var kjörin á þing fyrst kvenna í Vesturlandskjördæmi.