Við vorum búnar að leggja mikla vinnu í kosningaundirbúninginn og útgáfu kosningablaðs. Nú var það tilbúið og við héldum glaðar og kátar út á götur og torg til að dreifa fagnaðarerindinu. Ég ásamt annarri konu vorum mættar til að dreifa blaðinu. Við tókum okkur stöðu á móti Hlemmi, enda var þar margt fólk á ferli. Ég rétti blaðið að öllum sem gengu framhjá, stolt og ánægð með okkar flotta kosningablað, heitt úr prentsmiðjunni.
Á móti mér kemur maður á miðjum aldri. ...
Lesa meira