Vefurinn kvennalistinn.is er samfélagslegt verkefni sem hefur það að markmiði að styðja konur um allan heim í stjórnmálum og til áhrifa í samfélögum í því skyni að stuðla að því að sjónarmið og reynsla kvenna verði stefnumótandi afl við þróun þeirra. Kvennaframboðin voru einstök á heimsvísu og nutu gífurlegrar athygli og virðingar. Mikið var fjallað um þau í heimspressunni og kvennalistakonum var boðið að halda fyrirlestra víða um heim til að kynna „hina íslensku aðferð.“ Kvennaframboð og Kvennalisti eru einu kvennahreyfingarnar í heiminum, svo vitað sé, sem hafa fengið kjörna fulltrúa bæði á þing og í sveitastjórnir.

Framboðin komu með nýjar pólitískar áherslur, breyttu orðræðunni, styrktu sjálfsmynd kvenna og fjölguðu konum á Alþingi og í sveitarstjórnum. Þegar Kvennaframboð (1982-1986) bauð fram í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík tvöfaldaðist fjöldi kvenna í borgarstjórn og þegar Kvennalisti (1983-1999) bauð fram til Alþingis 1983, þrefaldaðist fjöldi kvenna á Alþingi.

 

Ræða Guðrúnar Jónsdóttur

Á afmælishátíð Kvennaframboðs flutti Hjördís Hjartardóttir ræðu eftir Guðrúnu Jónsdóttur félagsráðgjafa, fyrrverandi borgarfulltrú…

Lesa meira

Dagskrá afmælishátíðar

Afmælishátíð í tilefni af 40 ára afmæli Kvennaframboðs,
haldin í Veröld–húsi Vigdísar, hinn 13. mars kl. 14:00-17:00
14:00  Hvers vegna…

Lesa meira


 

Kvennalistinn var öðruvísi

Útskipti

Kvennaframboð og Kvennalisti notuðu svo kallaða útskiptareglu til að dreifa valdi og ábyrgð. Hún fól í sér kerfisbundin útskipti á Alþingi, í sveitastjórnum, nefndum og ráðum.

Árangur

Mikill árangur náðist í baráttumálum kvenna á þeim 17 árum (1982-1999) sem Kvennaframboð og Kvennalisti áttu sæti í sveitarstjórnum og á þingi.

Hvers vegna?

Efnahagsleg hagsæld eftir seinna stríð, aukin starfsmenntun kvenna og getnaðarvarnapillan olli því að konur streymdu út á vinnumarkaðinn.

 

Aðgerðasinnar

Háu vöruverði mótmælt

Frysting launa

Fegurðadrottningar

Kvennalistarútan