Kvennalistinn á Vesturlandi bauð fram í annað skipti árið 1991. Mikil áhersla var lögð á fiskvinnslu, landbúnað og fleiri málaflokka sem tengjast landsbyggðinni. Kvennalistanum hafði gengið vel í kosningunum árið 1987, fékk 10,3% atkvæða og eina þingkonu kjörna.  Árangurinn var ekki eins góður 1991. Fékk listinn 6,8% atkvæða.

Í tíu efstu sætunum á framboðslistanum voru: 1. Danfríður Skarphéðinsdóttir, þingkona, Reykjavík. 2. Snjólaug Guðmundsdóttir, húsmóðir, Brúarlandi, Mýrasýslu. 3. Þóra Kristín Magnúsdóttir, bóndi, Hraunsmúla, Staðarsveit. 4. Sigrún Jóhannesdóttir, kennari, Bifröst. 5. Helga Gunnarsdóttir, félagsráðgjafí, Akranesi. 6. Laufey Jónsdóttir, þroskaþjálfi, Borgarnesi. 7. Kristín Benediktsdóttir, húsmóðir, Hellissandi. 8. Halla Þorsteinsdóttir, húsmóðir, Akranesi. 9. Soffía Eyrún Egilsdóttir, ráðskona, Hesti, Borgarfirði. 10. Unnur Pálsdóttir, húsmóðir, Fróðastöðum, Hvítársíðu.

 

Skjöl (PDF)