Ert þú orðinn þreyttur á okkur konunum? Við sem erum rétt að byrja að tala

Við vorum búnar að leggja mikla vinnu í kosningaundirbúninginn og útgáfu kosningablaðs. Nú var það tilbúið og við héldum glaðar og kátar út á götur og torg til að dreifa fagnaðarerindinu. Ég ásamt annarri konu vorum mættar til að dreifa blaðinu. Við tókum okkur stöðu á móti Hlemmi, enda var þar margt fólk á ferli. Ég rétti blaðið að öllum sem gengu framhjá, stolt og ánægð með okkar flotta kosningablað, heitt úr prentsmiðjunni.

Á móti mér kemur maður á miðjum aldri. ...

Lesa meira
Frá stofnfundi kvennahóps Samtakanna ´78 Íslensk-lesbíska sem haldinn var á Hótel Vík árið 1985.

Stofnfundur Íslensk-lesbíska haldinn á Hótel Vík 1985

Myndin er tekin á stofnfundi kvennahóps Samtakanna ´78 Íslensk-lesbíska sem haldinn var á Hótel Vík árið 1985.

Það var alltaf mikið líf og fjör á Hótel Vík árin sem Kvennaframboð og Kvennalisti leigðu húsið. Kvennahópur Samtakanna ´78, Íslensk-lesbíska, sótti um skrifstofu þar í mars 1985. Lesbíur höfðu ekki fundið sína fjöl innan Samtakanna 78 og vildu verða hluti af kvennahreyfingunni. Tilgangurinn var að styrkja sjálfsmynd lesbía, efla femíníska vitund og gera þær sýnilegri og meira gildandi innan kvennahreyfingarinnar.

Það tók sinn tíma ...

Lesa meira

Kvennalisti stofnaður fyrir 35 árum

Hinn 13. mars 1983 var stofnfundur Kvennalista haldinn á Hótel Esju. Mikil vinna hafði verið lögð í að undirbúa fundinn. Yfir 100 konur mættu og fögnuðu þessum áfanga. Unnið var í hópum og stofnfélagarnir gerðu drög að stefnuskrá í helsu baráttumálum Kvennalista.
Lesa meira

Stofnfundur Kvennaframboðs

Fyrir 36 árum tóku konur saman höndum og stofnuðu Kvennaframboð, framboð sem átti eftir að hafa mikil pólitísk og samfélagsleg áhrif. Stofnfundurinn var hinn 31. janúar 1982 á Hótel Borg. Fleiri hundruð sóttu fundinn og fögnuðu væntanlegu framboði kvenna þá um vorið.

Lesa meira

Lesa meira

Hinn 14. nóvember 2017 voru 36 ár liðin frá fundi um hugsanlegt Kvennaframboð

Sumarið 1981 funduðu 50-70 konur reglulega um þá hugmynd að stofna Kvennaframboð vegna óásættanlegrar stöðu kvenna. Launamunur kynjanna var mikill og lítil áhersla á velferðarmál. Leik- og grunnskólakerfið miðaðist við að konur væru heimavinnandi húsmæður, skóladagur stuttur og sundurslitinn, skólar tví- og þrísetnir og engar skólamáltíðir. Konur voru lítt sýnilegar í stjórnmálum. Þær voru 6% kjörinna fulltrúa í sveitastjórnum, þrjár konur sátu á Alþingi og engin kona í ríkisstjórn. Valdaleysi kvenna var algjört.

Innan hópsins kom fljótlega í ljós hugmyndafræðilegur ágreiningur. ...

Lesa meira
Page 2 of 3 123