Nú er skarð fyrir skildi, góða vinkona okkar, Sigrún, er fallin frá. Sigrún var virkur þátttakandi bæði í Kvennaframboðinu og í Kvennalistanum frá upphafi, skipaði sæti á framboðslistum beggja og veitti þar drjúgt liðsinni. Hæglát, yfirveguð, með hlýja og ljúfa nærveru, góða kímnigáfu. Var ávallt reiðubúin að taka þátt, leggja hönd á plóg, vera með, styðja. Lét aldrei sitt eftir liggja. Hafði ákveðnar skoðanir, fylgdi þeim eftir af festu og samkvæmt eigin gildismati. Sigrún var hávaxin og glæsileg kona, fallega ...
Lesa meiraSkilnaðarsök
Í fyrstu kosningabaráttu Kvennalistans 1983 auglýstum við að kvennalistakonur væru tilbúnar að mæta á vinnustaðafundi og í saumaklúbba til að kynna málstaðinn.
Einn saumaklúbbur pantaði okkur þegar í stað og við fórum nokkrar saman mjög stoltar þegar við bönkuðum upp á í íbúð á Rauðarárstíg á tilsettum tíma. Ungur þreytulegur karlmaður kom til dyra með barn í fanginu. Við spurðum hvort það væri ekki hér sem við ættum að mæta í saumaklúbb og nefndum nafn konunnar. ,,Hún er farin frá mér,“ ...
Lesa meiraHvað ætlið þið að gera í hafnarmálum?
Á fyrsta blaðamannafundinn sem Kvennaframboð hélt mættu þó nokkrir blaðamenn. Við biðum spenntar eftir því að fá góða umræðu og spurningar um hugmyndafræði framboðsins og okkar nýju og öðru vísi áherslur.
Fyrsta spurningin, sem kom frá blaðamanni frá DV, kom flatt upp á okkur. „Hvað ætlið þið að gera í hafnarmálum?“ En Helga Kress var fljót til svars. „Við ætlum að setja grindverk meðfram höfninni svo börn detti ekki í sjóinn.“ Blaðamaðurinn hafði greinilega ekki húmor fyrir þessu svari.
Þegar hann kom ...
Lesa meira„Ein er á sundbol – hún er meira að segja soldið feit“
Þegar við fórum uppstrílaðar eins og fegurðardrottningar á borgarstjórnarfundinn var ég íklædd sundbol. Ástæðan var sú að ég hafði ekki komist á undirbúningsfundinn þar sem deilt var út síðkjólum. Ég átti sjálf ekkert sem nálgaðist að geta kallast síðkjóll. Nú þá var sundbolur eina úrræðið – þetta var reyndar ekki hefðbundinn fegurðardrottningarsundbolur heldur svartur Speedo sundbolur sem ég notaði við mínar reglulegu sundferðir.
Þegar við komum upp í Skúlatún þar sem borgarstjórnarfundirnir voru haldnir var ég með þeim öftustu í röðinni. ...
Lesa meiraÖrsögur af Austurlandi
Hver á hvaða bíl?
Á hverju sumri fóru þingkonur Kvennalistans í ferðir vítt og breitt um landið til að hlusta á fólk, einkum konur, kanna hagi þeirra og óskir. Einnig að miðla upplýsingum um Kvennalistann og störf Alþingis. Ótal vinnustaðir voru heimsóttir og haldnir fundir með konum á staðnum.Við skiptumst á að heimsækja byggðarlögin og fórum oftast tvær og tvær saman. Þetta voru afar fróðlegar og skemmtilegar ferðir.
Þær Þórhildur Þorleifsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir fóru um Austurland í ágústlok 1990. Komu fyrst ...
Lesa meiraLjósmóðir Kvennalistans
Helga var frumkvöðull og ljósmóðir kvennabaráttunnar á Íslandi í margvíslegum skilningi þó að þetta hlutverk hennar væri ekki alltaf augljóst. Hún var kvenleg og einstaklega hógvær og prúð kona, en glaðvær og hlýleg með velviljaða og fágaða kímnigáfu. Hún var mikill friðarsinni og allt hennar viðmót bar þess merki. Hún sýndi öllu og öllum virðingu og tillitssemi. Hins vegar var hún mjög ákveðin og fylgdi sínum málum fast eftir með ljúfmennsku en óbilandi festu. Hún hafði líka lag á því ...
Lesa meiraHvað hugsa eplatré?
Kvennalistakonur fóru í hringferð um landið í rútu árið 1984 til að afla framboðinu fylgi. Þær komu til Egilsstaða, glaðar og kátar og gistu á heimili Guðlaugar móður Steinunnar Bjargar Helgadóttur. Hún tók á móti okkur af einlægri gestrisni, virtist ekkert hafa fyrir því og um morguninn þegar við vöknuðum barst yndislegur pönnukökuilmur að vitum okkar. Við vissum ekki að hún hafði sofið undir eldhúsborðinu um nóttina og eftirlátið okkur rúmið sitt. Kvöldið áður höfðum við setið sáttar saman, allar ...
Lesa meiraAðdáendur Guðrúnar Halldórs
Er þingkonur voru eitt sinn á fundarferð norður í land fengu þær sér hressingu á hótelinu á Blönduósi. Tveir kraftalegir karlar komu strax aðvífandi. Jæja, hugsuðu kvenfrelsiskonurnar og datt helst í hug að þeir vildu segja þeim hvar Davíð keypti ölið og langaði lítið að lenda í þrasi svona í byrjun ferðar. Nei, aldeilis ekki, þarna voru komnir tveir sjómenn, fyrrum nemendur Guðrúnar Halldórsdóttur og föðmuðu hana og kysstu þannig að hún nærri týndist í faðmi þeirra.
Guðrún J. Halldórsdóttir lagði ...
Lesa meiraKvennarútan
Ekki er allt sem sýnist….
Kvennalistakonur fóru í rútu hringinn í kringum landið árið 1984 til að afla framboðinu fylgi. Um allt land tóku konur vel á móti okkur og vildu allt fyrir kvennalistakonur gera. Á einum stað á Austurlandi var myndarkona í forsvari, forystukona í Framsókn. Hún setti upp Kvennalistabarmmerkið og okkur fannst hún eiginlega bara gengin í Kvennalistann. En þegar við ókum brott eftir velheppnaðan fund og litum út um bakrúðuna og veifuðum sáum við að hún tók merkið ...
Lesa meira